Dansinn dunar hjá þeim yngstu

Krakkarnir á yngsta stiginu hafa verið að heimsækja sérstaka danssmiðju í hátíðarsal skólans í allan dag.  Hver hópur fær að dansa og skemmta sér í 30-40 mínútur. Þegar ég kíkti til krakkanna voru þau í leik sem gekk út á að fullt af fötum voru geymd í poka og tónlist var látin hljóma úr hljómflutningtækinu í salnum. Krakkarnir áttu að láta pokann ganga sín á milli og þegar tónlistin þagnaði skyndilega átti sá sem hélt á pokanum að setja höndina ofan í hann, draga upp einhverja flík og fara í hana. Flestir krakkarnir voru komnir í alls kyns furðulegar flíkur og þarna mátti sjá bæði stelpur með stóra hatta og stráka í þröngum kjólum. Krakkarnir höfðu mjög gaman af því að leika sér á þennan hátt, enda er fátt skemmtilegra en að brjóta daginn aðeins upp með því að hlusta á tónlist, leika sér og dansa aðeins. Svo skemmir auðvitað ekki fyrir að tónlistin sjálf var með Halla og Ladda.

Halldór Giljan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband