Nú er Dagur vináttu alveg að fara að ná hámarki sínu, því nú í hádeginu ætlar allur skólinn út og mynda vinakeðju með því að takast í hendur. Því miður getum við ekki náð alla leið um skólann því hann er svo stór að við erum hreinlega ekki nógu mörg - og ætlum við því að mynda vinakeðju umhverfis gamla skólann í staðinn. Hann hefur undanfarin ár gegnt hlutverki félagsmiðstöðvarinnar okkar og það er því ágætlega við hæfi að mynda vinakeðjuna umhverfis þetta skemmtilega hús. Vonandi verður bráðum hægt að lappa eitthvað upp á gömlu góðu félagsmiðstöðina okkar, sem er eiginlega alls ekki í nógu góðu ástandi um þessar mundir. Það er aldrei að vita nema þessi vinakeðja okkar eigi eftir að senda húsinu góða strauma...
Auðbergur
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar