Nú er Dagur vináttu alveg að fara að ná hámarki sínu, því nú í hádeginu ætlar allur skólinn út og mynda vinakeðju með því að takast í hendur. Því miður getum við ekki náð alla leið um skólann því hann er svo stór að við erum hreinlega ekki nógu mörg - og ætlum við því að mynda vinakeðju umhverfis gamla skólann í staðinn. Hann hefur undanfarin ár gegnt hlutverki félagsmiðstöðvarinnar okkar og það er því ágætlega við hæfi að mynda vinakeðjuna umhverfis þetta skemmtilega hús. Vonandi verður bráðum hægt að lappa eitthvað upp á gömlu góðu félagsmiðstöðina okkar, sem er eiginlega alls ekki í nógu góðu ástandi um þessar mundir. Það er aldrei að vita nema þessi vinakeðja okkar eigi eftir að senda húsinu góða strauma...
Auðbergur
Í saumastofu hjá Gunnu var mikið í gangi þar sem yngri börn bjuggu til vinaarmbönd. Þetta gengur út á það að krakkar sem vilja segja öllum að þau séu vinir búa saman til alveg eins armbönd og setja þau síðan á úlnliðinn á sér. Krakkarnir voru að gefa hver öðrum armbönd og töluðu jákvætt saman, þar var greinilega ofsa gaman. Ég vildi samt ekki trufla of mikið, því allir voru svo einbeittir við vinnuna, þannig að ég laumaði mér út og gaf krökkunum vinnufrið.
Eva
Lífstíll | 22.4.2008 | 11:52 (breytt kl. 11:53) | Slóð | Facebook
Krakkarnir á yngsta stiginu hafa verið að heimsækja sérstaka danssmiðju í hátíðarsal skólans í allan dag. Hver hópur fær að dansa og skemmta sér í 30-40 mínútur. Þegar ég kíkti til krakkanna voru þau í leik sem gekk út á að fullt af fötum voru geymd í poka og tónlist var látin hljóma úr hljómflutningtækinu í salnum. Krakkarnir áttu að láta pokann ganga sín á milli og þegar tónlistin þagnaði skyndilega átti sá sem hélt á pokanum að setja höndina ofan í hann, draga upp einhverja flík og fara í hana. Flestir krakkarnir voru komnir í alls kyns furðulegar flíkur og þarna mátti sjá bæði stelpur með stóra hatta og stráka í þröngum kjólum. Krakkarnir höfðu mjög gaman af því að leika sér á þennan hátt, enda er fátt skemmtilegra en að brjóta daginn aðeins upp með því að hlusta á tónlist, leika sér og dansa aðeins. Svo skemmir auðvitað ekki fyrir að tónlistin sjálf var með Halla og Ladda.
Halldór Giljan
Lífstíll | 22.4.2008 | 11:00 (breytt kl. 11:01) | Slóð | Facebook
Ég kíkti í ljóðasmiðjuna og við fengum eitt fallegt og yndislegt ljóð.
Það er eftir Sögu Lind í 5.bekk.
Við erum vinir
Inni er best að leika sér
Nema glatt veðrið er
Á sumrin er best að vera hér.
Tína reif á peisuna gat
Tóta á meðan sat
Allir vinir þennan dag.
Anna.
Við hérna í bloggsmiðjunni sem hann Jón Svanur sér um, ætlum að fylgjast með því sem er að gerast hér í skólanum, Ari og Pétur kíktu hérna til okkar og höfðu margt gott að segja um ljósmyndasmiðjuna sem þeir eru í.
Jæja strákar mínir hvernig lýst ykkur svo á ljósmyndasmiðjuna?
Hún er æðislega skemmtileg, við erum búin að setja upp ljósmyndir af gleði og einelti.
Er þetta búið að vera erfitt?
Nei þetta er aðallega gaman, gaman að vinna í hópi með svona skemmtilegum krökkum.
Eitthvað að lokum sem þið viljið segja?
Ég vill bara þakka Pétri smíðakennara fyrir frábæra kennslu og mikla ljósmyndafærni.
Valdimar Halldórsson
Lífstíll | 22.4.2008 | 10:40 (breytt kl. 11:10) | Slóð | Facebook
Halldór.
Lífstíll | 22.4.2008 | 09:52 (breytt kl. 11:26) | Slóð | Facebook
Við heimsóttum stuttmyndasmiðjuna, þar gekk allt vel.
Ólafur Þór frá 10.bekk var ákveðinn í sínu starfi, þar sem hann var að
leika, en fékk hann að auki að stjórna með þeim leikstjórum Rósmundi og Garðari sem báðir eru úr 8.bekk. Vorum að hluta til fyrir myndatöku þessara stuttmyndar og drifum okkur inn í skólann aftur. Góði andinn og ákveðnin var ljómandi í þessum hóp.
Anna og Eva Rún
Lífstíll | 22.4.2008 | 09:33 (breytt kl. 09:44) | Slóð | Facebook
Þar sem ég náttúrulega frábær penni var ég, Stefanía Pálsdóttir, fengin til að blogga um mitt tilfelli hérna rétt áðan. Þannig er mál með vexti að ég var á rölti um skólann að finna bloggefni svo við höldum nú þessari líflegu bloggsíðu uppi, að sjálfsögðu! Hvað um það, þannig gerðist það að ég var á röltinu í ljósmyndasmiðjunni að ég var fenginn til hjálparhandar í verkefni sem hét einelti eða verkefninu var allavega þannig lýst, við vorum nokkur í hóp þarna, svona 4-5, og nokkrir af nemendunum semsagt allir nema ég söfnuðust í hóp og ég var utan hópsins, þetta var auðvitað ekki auðvelt verkefni eins og ég hélt í fyrstu, svo varð þetta örlítið kjánalegt en samt mjög skemmtilegt, okkur var stillt upp fyrir ljósmynd og smellt var af.
Stefanía Pálsdóttir
Lífstíll | 22.4.2008 | 09:18 (breytt kl. 09:19) | Slóð | Facebook
Í ljósmyndasmiðjunni sem Pétur smíðakennari er með, eru krökkunum úthlutað einhver orð, eins og hamingja, sorg, einelti og gleði. síðan þurfa þau að setja á svið t.d ánægju og taka mynd af því. Síðan taka þau nokkrar myndir og setja saman í slideshow sem verður sýnt í skólanum.
Valdimar
Lífstíll | 22.4.2008 | 08:47 (breytt kl. 09:03) | Slóð | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar